Fréttir


Knattspyrnudeild UMF Sindra á Hornarfirði leitar að yfirþjálfara fyrir yngri flokka félagsins.

13-08-2017

Yngri flokka ráð knattspyrnudeildar UMF Sindra á Hornafirði leitar að yfirþjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Iðkendur deildarinnar eru um 100 og leitar félagið eftir metnaðarfullum og drífandi einstaklingi til að byggja upp starfssemi deildarinnar samhliða þjálfun yngri flokka. Allar aðstæður til þjálfunar eru til fyrirmyndar og mun deildin aðstoða tilvonandi þjálfara með húsnæði á staðnum.

Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af þjálfun barna og unglinga og hafi sótt þjálfaranámskeið hjá KSÍ. Viðkomandi þarf að geta leiðbeint öðrum þjálfurum og búa yfir skipulögðum og vönduðum vinnubrögðum og vera lipur og jákvæður í samskiptum.

Áhugasamir sendi umsókn eigi síðar en 18. ágúst á yngriflokkar@umfsindri.is en frekari upplýsingar um starfið veita Jón Kristján Rögnvaldsson í síma 843-0699 og Trausti Magnússon í síma 862-3757.


Samstarfsaðilar