Fréttir


Knattspyrnudeild Tindastóls auglýsir eftir yngriflokkaþjálfara í fullt starf ásamt vinnu á skrifstofu félagsins.

29-08-2017

Knattspyrnudeild Tindastóls auglýsir eftir yngri flokka þjálfara í fullt starf ásamt vinnu
á skrifstofu félagsins. Umsækjendur þurfa helst að hafa reynslu af þjálfun en umfram
allt brennandi áhuga á að starfa með börnum og unglingum.
 


Starfssvið:
Þjálfun og utanumhald 3-4 flokka eftir samkomulagi
Tekur að sér ýmis verkefni sem fylgja daglegum rekstri knattspyrnudeildar
Aðkoma að stefnumótunarvinnu félagsins
Gegnir hlutverki mótsstjóra á Landsbankamóti og Króksmóti
Hæfniskröfur:
Reynsla af þjálfun barna og unglinga æskileg
Jákvæðni, frumkvæði og skipulagshæfileikar
Góð samskiptahæfni og hæfileiki til að vinna undir álagi
Sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanleiki
Þjálfaramenntun eða brennandi áhugi á að sækja sér menntun í samvinnu við
félagið.
Fyrir höndum eru spennandi tímar í uppbyggingu félagsins. Verið er að
endurskipuleggja starfsemi félagsins með aukinni áherslu á yngri flokka starf og
munu þjálfarar spila þar lykilhlutverk. Þjálfari þarf að geta unnið í teymi með öðrum
þjálfurum varðandi margvíslega þætti og starfa náið með stjórn og formanni félagsins
að uppbyggingunni. Sameinaðir þurfa þessir aðilar að starfa sem einn maður með
jákvæðni og frumkvæði að vopni. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um.
Góð laun í boði fyrir réttan aðila.
Allar nánari upplýsingar gefur Bergmann Guðmundsson formaður í síma 899 3355
eða á netfanginu bergmann@arskoli.is.


Samstarfsaðilar