Fréttir


Bikarúrslitaráðstefna KÞÍ og KSÍ 9. september 2017

03-09-2017

 

Líkt og undanfarin ár munu Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands og Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir veglegri ráðstefnu í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars kvenna sem fram fer laugardaginn 9. september.

Þema ráðstefnunnar verður Evrópumót kvennalandsliða sem fram fór í Hollandi í sumar. Nils Nilsen sem stýrði Danmörku til silfurs í mótinu og Freyr Alexandersson þjálfari íslenska liðsins verða báðir með veglaga fyrirlestra. Þeir mun fara yfir undirbúning liðanna fram að móti sem og hvernig unnið var með liðin á mótinu sjálfu.

 

Einnig mun verður fjallað ítarlega um lið ÍBV og Stjörnunnar sem leika um Borgunarbikarinn.

Ráðstefnan er öllum opin, kostar 4.500 kr. fyrir meðlimi í KÞÍ*, 7.500 kr. fyrir aðra og innifalið í verðinu er hádegisverður. Athugið að miði á úrslitaleikinn er ekki innifalinn í verðinu.

Skráning er hafin: https://goo.gl/forms/Ag3GGITg2xrKI8h42

 

* Greiða þarf árgjald KÞÍ fyrir fimmtudaginn 8. september til að njóta þessara kjara. Óskir þú eftir að ganga í Knattspyrnuþjálfarafélagið, vinsamlegast sendu tölvupóst á kthi@kthi.is

 

Ráðstefnan fer fram á 3ju hæð í höfuðstöðvum ÍSÍ að Engjavegi 6.

 

Ráðstefnan telur sem 7 tímar í endurmenntun á KSÍ A og KSÍ B þjálfaragráðum.

 

Dagskrá, 9. september 2017

10:30-10:40 Opnun ráðstefnunnar

10.40-12.40 Freyr Alexandersson – Ísland á EM

12.40-13.20 Hádegisverður

13.20-15.20 Nils Nilsen – Danmörk á EM

15.30-16.00 Leikgreining á liðunum sem leika til úrslita


Samstarfsaðilar