Fréttir


Norræn þjálfararáðstefna

13-12-2017

KÞÍ ásamt öðrum knattspyrnuþjálfarafélögum á Norðurlöndum standa að sameiginlegri ráðstefnu í Gautaborg í Svíþjóð helgina 26.-28. janúar. Þetta er annað árið í röð sem að slík ráðstefna er haldin í Gautaborg.

KÞÍ mun veita fjórum meðlimum félagsins 50.000 kr styrk til að sækja ráðstefnuna.


 

Áhersla á ráðstefnunni verður á leikmannaþróun bæði í almennu starfi og á elite leveli. Fyrirlesarar koma frá Norðurlöndunum sem og Bretlandi, Hollandi og Króatíu. Dæmi um viðfangsefni eru þróun hæfileikaríkra leikmanna, markmannsþjálfun og hraðaþjálfun.

Bæklingur um ráðstefnuna á ensku. 
 

Verð á mann á ráðstefnuna og hótelgisting á First Hotel Kviberg Park í tveggja manna herbergi er 3995 sænskar krónur sem er um 50.000 kr. Einnig er hægt að velja öðruvísi hótelpakka eins og sjá má á bls 4 í bæklingnum.

Þessi ráðstefna telur sem 15 tímar í endurmenntun á KSÍ A og KSÍ B þjálfaragráðum.

Skilyrði er að þeir félagsmenn sem fá styrkveitingu hafa verið félagsmenn í a.m.k. síðustu þrjú ár. Ef fleiri en fjórir sækja um verður dregið úr umsóknum.  Umsóknarfrestur um styrkveitingu er út fimmtudaginn 21. desember. Umsókn skal sendast á alli@ka.is. 


Samstarfsaðilar