Fréttir


Þjálfaraferð til Englands

19-12-2017

 

 

 

KÞÍ hefur fengið nokkur sæti í Þjálfaraferð til Englands 8.-13. mars í samvinnu við knattspyrnuþjálfarafélög frá Svíþjóð og Noregi. 

Gist verður á Hótel  Premier Inn, Portland Street , Manchester. 

Verð er 12.500.-  sænskar krónur fyrir sjálfa ferðina og er þar innifalið gisting, rútuferðir, sameiginleg máltíð í lok ferðar og miði á leik Manchester United gegn Liverpool. (157.000.- íslenskar krónur lauslega reiknað). 

Ferðin frá Íslandi til Manchester á Englandi er ekki innifalin í þessu verði heldur er það sjálfstæð eining þess sem ferðast til móts við hópinn frá Noregi og Svíþjóð.  Þátttakandi þarf að vera kominn til Manchester fyrir hádegi þann 8. mars. 

Markmið ferðarinnar er: þjálfun barna, þjálfun unglinga, og hugmyndafræði þjálfarans.  

Dagskrá  (þó ekki fullmótuð): 

Heimsókn til St. Georges park  - Æfingasvæði enska landsliðsins og hlýtt á fyrirlestra um unglingalandslið Englands. 

Akademía Manchester City heimsótt. 

Fundir með þjálfurum.  

Fylgst með leikjum U8-U14 og U16-U18 hjá Manchester City. 

Önnur Akademía heimsótt , liggur ekki fyrir hjá hvaða liði, og fundir með þjálfurum þar. 

Fylgst með leik U-21 félagsliði ,  leikgreining. 

Hópavinna. 

Áhugasamir sendi póst á kthi@kthi.is í síðasta lagi fimmtudaginn 28. desember.


Samstarfsaðilar