Fréttir


Norræn þjálfaraferð

15-01-2018

Fimm þjálfarar frá Íslandi fara seinna í mánuðinum í heimsókn til FC Nordsjælland og í kjölfarið á Norrænu þjálfararáðstefnuna í Gautaborg. 


Aðalbjörn Hannesson, Halldór Jón Sigurðsson, Hákon Sverrisson og Kristinn Sverrisson fá 50.000 kr styrk frá KÞÍ upp í ferðina en ásamt þeim fer Jón Stefán Jónsson. Skilyrði fyrir styrkveitingu var að hafa verið félagsmenn a.m.k. síðustu þrjú ár. 

Hópurinn lendir í hádeginu fimmtudaginn 25. janúar og seinni partinn þann dag er heimsókn til FC Nordsjælland. Snemma á föstudeginum er förinni heitið til Gautaborgar þar sem þétt dagskrá er frá hádegi á föstudegi til hádegis á sunnudag. 

Áhersla á ráðstefnunni verður á leikmannaþróun bæði í almennu starfi og á elite leveli. Fyrirlesarar koma frá Norðurlöndunum sem og Bretlandi, Hollandi og Króatíu. Dæmi um viðfangsefni eru þróun hæfileikaríkra leikmanna, markmannsþjálfun og hraðaþjálfun.


Samstarfsaðilar