Fréttir


Vel heppnuð þjáflaraferð

02-03-2018

Þjálfaraferð KÞí til FC Nordssjælland og á Norrænu þjálfararáðstefnuna í Gautaborg heppnaðist vel.

Eins og áður hefur komið fram fóru Aðalbjörn Hannesson, Halldór Jón Sigurðsson (Donni), Hákon Sverrisson, Kristinn Sverrisson og Jón Stefán Jónsson í ferðina á vegum KÞÍ.

Í byrjun ferðarinnar var vel tekið á móti hópnum hjá FC Nordsjælland þar sem þeir kynntu stefnu félagsins sem hefur skilað eftirtektarverðum árangri. Félagið hefur mjög skýra stefnu bæði í leikstíl að gefa efnilegum leikmönnum tækifæri í aðalliðinu. Hópurinn fékk einnig góða innsýn í starf U17 ára liðsins þar sem aðalþjálfari U17 spjallaði talsvert við hópinn.

Í kjölfarið var farið til Gautabogar þar sem Norræna þjálfararáðstefnan var haldin í annað sinn. Ráðstefnan fór fram við frábærar aðstæður í Kviberg þar sem er íþróttamiðstöð og hótel. Ráðstefnan var vel uppsett með fyrirlestrum og sýniskennslu í bland. Dæmi um fyrirlesara var Paul McGuinness sem starfaði í akademíu Manchester United um árabil og starfar nú fyrir enska knattspyrnusambandið og Ruben Jongkind sem starfaði með John Cruyff og er nú að vinna með hans hugmyndafræði í Cruyff football.

Eins og áður sagði heppnaðist ferðin ljómandi vel en þessi ferð var einn liður í því að efla íslenska þjálfara. KÞÍ stefnir því á sambærilega ferð að ári. 


Samstarfsaðilar