Fréttir


Þjálfaranámskeið Real Madrid skólans

21-03-2018

Þjálfaranámskeið verður haldið samhliða Real Madrid skólanum sem fram fer á Íslandi 25. - 29. mars næstkomandi. Lögð verður áhersla á að þjálfa sóknarleik og kennarar eru spænskir þjálfarar úr Real Madrid skólanum. Námskeiðið verður í Fífunni þriðjudaginn 27. mars kl. 17.00 - 19.00 og verður verklegt í 90 mínútur og fyrirlestur í 30 mínútur.
 

Námskeiðið kostar 5.000 krónur en félagsmenn KÞÍ greiða 2.000 krónur. Með þátttöku fást 3 endurmenntunarstig hjá KSÍ fyrir UEFA A og UEFA B þjálfara.  
 

Skráning á námskeiðið fer fram hér

Nánari upplýsingar gefur Daði Rafnsson í dadirafns@gmail.com


Samstarfsaðilar