Fréttir


Vorfagnaður KÞÍ verður haldinn miðvikudaginn 9.maí.

04-05-2018

Jæja, þá er komið að því kæri þjálfari – Vorfagnaðurinn 2018 er handan við hornið og við GETUM EKKI BEÐIÐ!!!    

JÁ OG ÞÉR er boðið!

 

Vorfagnaður KÞÍ verður haldinn miðvikudaginn 09. maí næstkomandi frá kl. 19:30-23:30.  Hallur Ásgeirsson mun mæta með gítarinn og halda uppi stemmningunni þegar líða fer á kvöldið. Við stefnum að því að vera með pallborðsumræður um heimsmeistaramót karla og samskipti þjálfara við foreldra.

Félagsmönnum verður boðið upp á grillaða hamborgara frá Kjötbúðinni á Grensásvegi og Hérastubbi Bakara í Grindavík. Við viljum hvetja alla félagsmenn til þess að skrá sig og gera þetta kvöld að árlegum viðburði næstu ár. Þeir þjálfarar sem hafa ekki gengið frá félagsgjaldinu geta gert það á staðnum. Þjálfarar sem eru utan þjálfarafélagsins eru einnig velkomnir en þeir þurfa að greiða 1000kr inn.  

Skráning er hafin og biðjum við því félagsmenn og aðra um að tilkynna komu sína með vefpósti á doribolti@hotmail.com, smsi í síma 8916320 eða með athugasemd inni á fésbókarsíðu félagsins


Skráningu lýkur kl. 22:00 þriðjudaginn 08. maí næstkomandi.

 

EKKI LÁTA ÞIG VANTA! SJÁUMST ÞAR.

 


Samstarfsaðilar