Fréttir


Árgjald KÞÍ

03-06-2018

Ágætu knattspyrnuþjálfarar.

Nú um mánaðamót munu knattspyrnuþjálfarar fá sendan rafrænan greiðsluseðil fyrir árgjaldi KÞÍ. Greiðsluseðillinn verður birtur sem valgreiðsla í heimabanka og sendur öllum knattspyrnuþjálfurum sem einhvern tímann hafa greitt árgjald KÞÍ. Gjalddagi verður 1. júní og eindagi 30. sama mánaðar. Ávallt verður þó unnt að greiða eftir eindaga.

Árgjaldið verður óbreytt frá síðasta ári, 6.000 krónur. Áskrift að MY COACH mun áfram fylgja með árgjaldinu. Þeir þjálfarar sem nú þegar hafa aðgang og greiða árgjald munu áfram hafa hann. Lokað verður á aðgang þeirra sem nú hafa aðgang en ekki greiða (mun taka mið af eftir eindaga).

Þá er stefnt á að gefin verði út félagaskírteini til þeirra sem greiða árgjald sem veita mun handhafa afslátt af auglýstri þjónustu. Unnið er að þessu og mun fyrirkomulag verða auglýst þegar það liggur endanlega fyrir.

Stjórn KÞÍ biðlar til allra knattspyrnuþjálfara að greiða árgjaldið sem eru megintekjur félagsins. Mikilvægt er að þjálfarar bregðist vel við en með því er stuðlað að samstöðu. Er það brýnt í ljósi þess að knattspyrnuþjálfarar standa höllum fæti miðað við flestar aðrar fagstéttir.

Virðingarfyllst,

stjórn KÞÍ


Samstarfsaðilar