Fréttir


Þýsk þjálfararáðstefna

11-06-2018

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands hefur fengið boð um að senda einn fulltrúa á árlega ráðstefnu Þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins. Ráðstefnan verður haldin í Dresden en hún byrjar. mánudaginn 30. júlí kl. 09:00 og endar miðvikudaginn 1. ágúst kl. 13:00.  Ráðstefnuviðburðirnir verða í International Congress Center Dresden (ICD) og á knattspyrnuvellinum Heinz-Steyer-Stadium. Um 900 þjálfarar munu sækja ráðstefnuna þetta árið og því vonumst við til þess að einhver frá Íslandi geti farið á hana og skilað síðan inn skýrslu til KÞÍ að henni lokinni. ATHUGIРað ráðstefnan fer fram á þýsku og því þurfa umsækjendur að skilja og tala þýsku. Aðal viðfangsefnið á ráðstefnunni verður: Leikgreining á HM 2018 og þróun þýska fótboltans.

Áhugasamir geta haft samband fyrir 23. júní við KÞÍ á kthi@kthi.is varðandi frekari upplýsingar.


Samstarfsaðilar