Fréttir


Knattspyrnudeild Vestra – yfirþjálfari yngri flokka og þjálfara yngri flokka.

10-08-2018

Knattspyrnudeild Vestra óskar eftir að ráða yfirþjálfara yngri flokka félagsins. Starfshlutfallið er sveigjanlegt, getur verið 50-100% eftir samkomulagi. Hluti af vinnunni verður almenn þjálfun yngri flokka. Yfirþjálfari hefur yfirumsjón með öllu faglegu barna- og unglingastarfi og er honum ætlað að efla yngri flokka félagsins og leiða félagið áfram í komandi verkefnum. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á knattspyrnuþjálfun. Reynsla og þjálfaramenntun er skilyrði fyrir ráðningu. Aðrar hæfniskröfur: 

Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði
Góð samskipti 
Þjálfaramenntun 
Almenn tölvufærni
Hreint sakavottorð
Reynsla af sambærilegu starfi er kostur

Knattspyrnudeild Vestra auglýsir einnig eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingum í knattspyrnuþjálfun yngri flokka frá og með haustinu. Leitað er eftir einstaklingum sem eru góðir í mannlegum samskiptum og hafa brennandi áhuga að koma að uppbyggingarstarfi félagsins.

Umsóknarfrestur er til og með 19. ágúst 2018. Umsókn ásamt ferilskrá óskast sent á Kristján Þór Kristjánsson formann barna og unglingaráðs kriskristjans@gmail.com. Nánari upplýsingar gefur Kristján í síma 6602664.


Samstarfsaðilar