Fréttir


Það borgar sig að vera í KÞÍ

27-08-2018

Það verður flottur flís hálskragi með árgjaldinu í ár sem mun koma sér vel í þjálfunina í vetur. Einnig fá félagsmenn KÞÍ félagsskírteini sem gildir sem afsláttarkort í ákveðnum búðum og veitingastöðum. 

Á komandi tímabili veitir KÞÍ fjórum þjálfurum 50.000 kr endurmenntunarstyrk fyrir þá þjálfara sem hafa greitt árgjaldið í ár og síðustu tvö tímabil.

Stærsta verkefni KÞÍ er að bjóða upp á endurmenntun knattspyrnuþjálfara á Íslandi og standa vörð um réttindi þjálfara. 

Það er því ljóst að það borgar sig að vera í KÞÍ og í leiðinni gera þjálfarasamfélagið sterkara.


Samstarfsaðilar