Fréttir


Velheppnuð bikarúrslitaráðstefna

21-09-2018

Bikarúrslitaráðstefna KÞÍ og KSÍ heppnaðist vel líkt og undanfarin ár. Aðsóknin var ljómandi góð og voru þjálfarnir sem mættu ánægðir með Óla Stefán Flóventsson sem fór yfir hvernig þjálfarateymið virkaði hjá honum og í kjölfarið setti fram greiningu fyrir úrslitaleikinn í bikarnum.

Erindi Kris van der Haegen var einnig mjög áhugavert um hugmyndafræði Belga í þjálfun. Kris er yfirmaður þjálfunarmenntunar hjá belgíska knattspyrnusambandinu, aðstoðarþjálfari A-landsliðs kvenna hjá Belgum og meðlimur í fræðslunefnd UEFA þannig það var virkilega flott að fá jafn öflugan þjáflara og hann hingað til lands með fræðslu.

KÞÍ þakkar öllum sem komu á ráðstefnuna fyrir góðan dag.


Samstarfsaðilar