Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands og fyrirlestur
Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ) verður haldinn í veitingasal Smárans í Kópavogi, 2. hæð, fimmtudaginn 13. desember nk.
Dagskrá fundar verður eftirfarandi:
* Fundarsetning.
* Kosning fundarstjóra og fundarritara.
* Skýrsla stjórnar.
* Reikningar félagsins.
* Lagabreytingar.
* Kosning formanns, meðstjórnenda og varamanna skv. ákvæði 7. gr. laga KÞÍ.
* Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
* Ákvörðun um árgjald skv. 6. gr. laga KÞÍ.
* Önnur mál.
Athygli er vakin á því að tillögur um lagabreytingar á lögum KÞÍ skulu hafa borist stjórn félagsins skriflega sjö dögum fyrir aðalfund, sbr. 11. gr. laganna. Breytingar þurfa samþykki ¾ fundarmanna.
Að fundi loknum verða veittar viðurkenningar fyrir þjálfara ársins hjá mfl. karla og kvenna og viðurkenningar fyrir vel unnin störf við þjálfun yngri flokka.
Dagskrá hefst kl. 19:30 með fyrirlestri Daða Rafnssonar sem hefur yfirskriftina „Starfsumhverfi knattspyrnuþjálfarans – Ísland/útlönd“. Fyrirlesturinn veitir tvö endurmenntunarstig.
Ráðgert er að aðalfundur hefjist um kl. 20:30.
Léttar veitingar verða á boðstólum.
Stjórn KÞÍ hvetur félagsmenn sína til að mæta.
Reykjavík, 28. nóvember 2018,
Stjórn KÞÍ.