Fréttir


Gögn frá AEFCA ráðstefnu í Serbíu október 2017

13-12-2018

Halldór Þ. Halldórsson og Theodór Sveinjónsson stjórnarmenn KÞÍ sóttu ráðstefnu AEFCA í Serbíu fyrir hönd KÞí í október 2017. Hér er skýrsla úr ferðinni en einnig er hægt að sjá ferðasögu þeirra félaga á fésbókarsíðu félagsins. 

 

Þann 23. október 2017 hófst 38. fræðsluráðstefna AEFCA.

Halldór Þ. Halldórsson ritari og Theodór Sveinjónsson varaformaður fóru fyrir hönd KÞí. Ráðstefnan var haldin í Belgrad/Serbíu. Ferðin var hin ótrúlegasta og undirritaðir eiga líklegst aldrei eftir að fá að upplifa slíka ferð aftur. Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þá breyttist flugið út á síðustu stundu. En þá voru góð ráð dýr og enduðu þeir með því að flúga til Munhen, þaðan til  Dusseldorf. Vegna bókunnarmistaka þá þurftu ofangreindir að  keyra til Kölnar, flúga þaðan til Búdapest í Tyrklandi og svo til Serbíu. Og það allt á einum degi! Vegna þessara tafa þá misstu þeir af fyrstu tveimur fyrirlestrunum sem hófust snemma að morgni 24. október. Knattspyrnusamband Serbíu sá um viðburðinn og má segja að hann hafi tekist í alla staði mjög vel en því miður voru flestar glærur á Serbnesku og því getum við ekki þýtt þær fyrir félagsmenn. Það voru hátt í 200 þátttakendur á ráðstefnunni og komu þeir frá 70 löndum. Stjórnarmenn voru duglegir í að reyna að kynnast öðrum ráðstefnugestum og fengu margar fyrirspurnir um hið Íslenska undur. En til að gera langa sögu stutta þá hafa allar glærur frá ráðstefnunni verið settar inn á heimasíðu AEFCA.

 

Hefðin á slíkum ráðstefnum er að gestgjafarnir kynna knattspyrnusögu landsins og árangur í nútíð og fortíð. Einnig kynna þeir framtíðarsýn og hvað þeir hafa verið að vinna í á síðustu árum og tengja það við árangur landsins. Serbía er land hefða og íþróttasaga þjóðarinnar er mikil og góð miðað við stærð landsins. Það er ótrúlegt hversu margir góðir leikmenn hafa komið frá Serbíu í gegnum tíðina en þá eru tvö félög sérstaklega nefnd til sögunnar sem uppeldisfélög (FC Rauða Stjarnan og FC Partizian Belgrad ).

Nú þegar heimsmeistarakeppnin nálgast fengum við tækifæri til að skoða æfingar hjá U21 árs landsliði Serbíu og heyra hvernig þeir skapa hefðir sem einkenna knattspyrnu liða frá Balkanlöndunum. Fulltrúar frá FC Rauðu Stjörnunni og FC Partizian komu og kynntu hvernig þeir vinna að innri uppbyggingu, framtíðarsýn og hvernig leikmenn þeir eru að reyna að skapa.

 

Hér fyrir neðan eru þau málefni sem voru á ráðstefnunni.

  • My Coach for AEFCA – Knattspyrnuþjálfunnar forrit. Kynning.
  • Hvernig Knattspyrnusamband Serbíu vinnur í nútíð og framtíð að þróun Serbneskrar knattspyrnu - Fyrirlesari Aleksandar Jankovic.
  • Hæfileikamótun FC Partizian Belgrad.
  • Hæfileikamótun FC Rauða Stjarnan.
  • Leikgreiningar FC Barcelona – Tilgangur! Fyrirlesari Raul Peleaz.
  • Hugmyndafræði þjálfunnar – Fyrirlesari Vladimir Koprivica.
  • Leið Serbíu til Moskvu – Fyrirlesari frá Serbneska Knattspyrnusambandinu.
  • Vegurinn til árangurs. – Fyrirlesari Bernd Stöber.
  • Reynsla af þjálfun í heimsmeistarakeppnum – Fyrirlesari Bora Milutinovic – Þjálfari 5 mismunandi landsliða á HM.
  • Pallborðsumræður með Fernando Santos A. landsliðsþjálfara Portúgala og ríkjandi Evrópumeistara.

Hér geta félagsmenn séð glærur og annað frá fyrirlesurum.

http://www.aefca.eu/symposia-list/throwback-aefca-38th-symposium-high-quality-interventions/


Samstarfsaðilar