Fréttir


Norræn þjálfararáðstefna 27. - 29. janúar næstkomandi.

09-01-2019

KÞÍ ásamt öðrum knattspyrnuþjálfarafélögum á Norðurlöndum standa að sameiginlegri ráðstefnu í Gautaborg í Svíþjóð helgina 27.-29. janúar næstkomandi.
 

Áhersla á ráðstefnunni verður á leikmannaþróun bæði í almennu starfi og á elite leveli. Fyrirlesarar koma frá Norðurlöndunum en meðal þeirra verður Hákon Sverrisson yfirþjálfari Breiðabliks. Dæmi um viðfangsefni eru þróun hæfileikaríkra leikmanna, markmannsþjálfun og hraðaþjálfun.

Verð á mann á ráðstefnuna og hótelgisting á First Hotel Kviberg Park í tveggja manna herbergi er 4495 sænskar krónur sem er um 60.000 kr. Einnig er hægt að velja öðruvísi hótelpakka eins og sjá á vefsíðu viðburðarins.Þessi ráðstefna telur sem 15 tímar í endurmenntun á KSÍ A og KSÍ B þjálfaragráðum.

 

Áhugasamir geta sent vefpóst á doribolti@hotmail.com og fengið nánari upplýsingar.


Samstarfsaðilar