Fréttir


Íþróttafélagið Ösp auglýsir eftir knattspyrnuþjálfara.

28-05-2019

Íþróttafélagið Ösp auglýsir eftir fótboltaþjálfara til að taka við
öflugu liði Asparinnar í fótbolta.
Hópurinn er stór og fjölbeyttur í meira lagi og hefur þjálfun hans
farið fram í tvennu lagi.

Getumeiri hópurinn okkar hefur æft í vetur á mánudögum og fimmtudögum
kl 18:30-20 í Safamýri á gervigrasvelli hjá Fram.
Einnig er hann á miðvikudögum frá 19:15-20:30 í íþróttahúsi
Klettaskóla.
Getuminni hópurinn hefur verið á miðvikudöum í íþróttahúsi Klettaskóla
frá 18-19:15.

Á sumrin hafa svo miðvikudagsæfingarnar færst út líka.
Stefnan er svo að bæta við einni æfingu á viku fyrir getuminni hópinn í
sumar og jafnvel vera með fótboltanámskeið fyrir krakkana sem eru í
frístund Klettaskóla.
Í kjölfarið myndu svo getumestu krakkarnir þar koma yfir í getuminni
hópinn í Öspinni og æfa með þeim.

Ég get stolt montað mig af því að getumeiri hópurinn okkar er meðal
bestu fótboltastráka heims meðal fatlaðra.
Þetta get ég fullyrt þvi strákarnir okkar hafa farið á mörg mót
erlendis, t.d. Abu Dhabi í mars á þessu ári, og koma þeir yfirleitt heim
með gull eða silfur.
Þeir eru flestir á aldrinum 20-30 ára, með andlegar fatlanir og mjög
mikinn metnað, hjá okkur æfa t.d. drengir sem keyra frá Keflavík og
Akranesi til að komast á æfingar hjá okkur.

Getuminni hópurinn okkar er margslungnari og því meiri áskorun, þar
leynast fleiri útgáfur af fötlunum en engu að síðu áhugasamir
einstaklingar með hellings áhuga á fótbolta.
Virkilega skemmtilegur hópur. Með tíð og tíma og góðri þjálfun færast
þau svo flest yfir í getumeiri hópinn eins og gengur og gerist í öðrum
félögum.
Eins og er æfa bara tvær stelpur fótbolta með Öspinni og eru báðar í
getuminni hópnum en vonir standa til að auka fjölda stúlkna.

Það er virkilega gaman í Öspinni, má ekki bjóða þér að vera með í hópi
frábærra þjálfara Asparinnar?
(þarf að geta byrjað sem fyrst)

Kær kveðja,
Helga Hákonardóttir
Formaður Aspar
S: 663-5477
http://ospin.is/


Samstarfsaðilar