Fréttir


Bikarúrslitaráðsstefna KÞÍ og KSÍ 14.september

02-09-2019
Laugardaginn 14. september munu KÞÍ og KSÍ standa fyrir veglegri Bikarúrslitaráðstefnu í Laugardalnum. Dagskrána má sjá hér að neðan, en þemað að þessu sinni verður þjálfun barna- og unglinga. Aðal fyrirlesari verður Tom Byer, en hann er einn þekktasti fyrirlesari á sviði barna og unglingaþjálfunar í heimi og mun vera með fyrirlestur og verklegan tíma.
Verð:
Frítt fyrir meðlimi í KÞÍ (hægt er að ganga í félagið á kthi.is)
6.000 kr. fyrir þá sem ekki eru meðlimir í KÞÍ
Ráðstefnan veitir 7 tíma í endurmenntun á KSÍ þjálfaragráðum.
Laugardaginn 14. september munu KÞÍ og KSÍ standa fyrir veglegri Bikarúrslitaráðstefnu í Laugardalnum.
Dagskrána má sjá hér að neðan, en þemað að þessu sinni verður þjálfun barna- og unglinga.
Aðal fyrirlesari verður Tom Byer, en hann er einn þekktasti fyrirlesari á sviði barna og unglingaþjálfunar í heimi og mun vera með fyrirlestur og verklegan tíma.
Verð:
Frítt fyrir meðlimi í KÞÍ (hægt er að ganga í félagið á kthi.is)
6.000 kr. fyrir þá sem ekki eru meðlimir í KÞÍ
Ráðstefnan veitir 7 tíma í endurmenntun á KSÍ þjálfaragráðum.
Skráning fer fram hér
Dagskrá, 14. september 2019
9.00-9.10 Setning ráðstefnunnar
9.10-09.50 Rannsókn og mælingar á 4.fl kvk. – Sölvi Guðmundsson
10.00-12:00 Þjálfun barna- og unglinga, bóklegt – Tom Byer
12.00-12.45 Hádegismatur (innifalið í verði)
12.45-14.00 Þjálfun barna-og unglinga, verklegt – Tom Byer
14.15-15.00 Leikgreining og umræður um lið Víkings og FH
15.00 Ráðstefnuslit
Tom Byer er Bandaríkjamaður sem flutti til Japan á níunda áratug síðustu aldar til að spila í efstu deild þar í landi. Eftir að ferlinum lauk hóf hann að þjálfa börn og unglinga og fór snemma að leggja sérstaka áherslu á tækniþjálfun.Hann var sjálfur með innslag í vinsælasta barnatíma Japana og stofnaði knattspyrnuskóla sem hefur síðan þjálfað þúsundir barna
Hann hafði mikil áhrif á uppbyggingu knattspyrnu í Japan og hefur ítrekað verið þakkaður stór hluti í framgöngu Japana á knattspyrnusviðinu. Japanir eru eina landið sem hefur landað heimsmeistaratitli kvenna í öllum þremur aldursflokkum (HM kvenna, U20 og U18) og karlalandsliðið hefur átt sæti á öllum heimsmeistaramótum frá 1998 og komist í útsláttakeppnina í þrjú skipti af sex.
Tom hefur undanfarið ár verið einn helsti ráðgjafi Kínverja í grasrótarknattspyrnu og hefur ferðast víða um heim til að kynna bók sína, Football starts at home sem leggur áherslu á hlutverk foreldra í knattspyrnulegu uppeldi barna sinna á jákvæðan hátt. Króatíska knattspyrnusambandið horfði til hugmyndafræði Tom þegar hún setti saman sitt námsefni og hann er líflegur fyrirlesari með sterkar skoðanir.
Sölvi Guðmundsson er yngri flokka þjálfari hjá Breiðabliki. Sölvi skrifaði mastersritgerð þar sem hann rannsakaði og mældi leikmenn í 4.fl.kvk. Ein af niðurstöðum Sölva var að mögulega hefur getuskipting í yngri flokkum áhrif á líkamlegt atgervi leikmanna, frekar en að líkamlegt atgervi hafi áhrif á getuskiptingu

Samstarfsaðilar