Fréttir


Árgjald KÞÍ 2020

26-01-2020

Ágætu knattspyrnuþjálfarar.

Nú hafa knattspyrnuþjálfarar fengið sendan rafrænan greiðsluseðil fyrir árgjaldi KÞÍ vegna 2020. Greiðsluseðillinn er birtur sem valgreiðsla í heimabanka og sendur öllum knattspyrnuþjálfurum sem einhvern tímann hafa greitt árgjald KÞÍ.

Gjalddagi er 1. febrúar og eindagi 29. sama mánaðar. Ávallt verður unnt að greiða eftir eindaga. Þá er enn fremur unnt að leggja inn á bankareikning félagsins, 140-26-051279 (kt. 501279-0139). Þeir þjálfarar sem hyggjast fara þá leið eru beðnir um að hafa skýringuna „Árgjald 2020“ þegar greitt er.

Árgjaldið verður óbreytt frá síðasta ári, 6.000 krónur, og gildir fyrir árið 2020.

Í ár er afmælisár KÞÍ og ráðgert að félagið muni standa fyrir nokkrum viðburðum á árinu sem auglýstir verða sérstaklega, þ. á m. afmælishátíð í nóvember. Stefnt er að því að þeir viðburðir verði, sem fyrr, fræðslutengdir og félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Brýnt er að þjálfarar bregðist vel við og greiði árgjaldið en með því er stuðlað að samstöðu og að þjálfarar séu öflugir þrýstihópur innan knattspyrnuhreyfingarinnar.

Virðingarfyllst,
stjórn KÞÍ.


Samstarfsaðilar