Fréttir


Yfirlýsing KÞÍ vegna Covid-19

27-03-2020

Ágæti knattspyrnuþjálfari.

Stjórn KÞÍ vill koma á framfæri að stjórnin vinnur, ásamt öðrum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, að lausnum á þeim mikla vanda sem blasir við vegna COVID-19. Ljóst er að erfiðir tímar eru framundan hjá knattspyrnuhreyfingunni, líkt og samfélaginu öllu, enda fyrirséð að tekjur félaga muni minnka vegna efnahagssamdráttar, a.m.k. til skemmri tíma. 

Óvíst er á þessari stundu að hve miklu leyti aðgerðir ríkisstjórnar Íslands munu hafa og hvort og hvernig þær munu draga úr því höggi sem íþróttahreyfingin mun verða fyrir.

Brýnt er að knattspyrnuþjálfarar sýni samkennd og takist á við vandann með öðrum haghöfum íþróttahreyfingarinnar. Þjálfarar eru sérstaklega hvattir til þess að sýna aðstæðum skilning enda ósvissa mikil. Þá eru knattspyrnuþjálfarar jafnframt hvattir til þess að kynna sér vel þau úrræði sem munu verða í boði hjá Vinnumálastofnun sem hafa að markmiði að létta undir með fólki og fyrirtækjum.

Félagsmenn eru hvattir til þess að hafa samband við KÞÍ ef einhverjar spurningar eru eða álitaefni koma upp.

Stjórn KÞÍ.


Samstarfsaðilar