Fréttir


Þjálfarabók KÞÍ

11-04-2020

Gjöf KÞÍ til þeirra sem greiða árgjald í ár er sérlega glæsileg og kemur vonandi til með að nýtast félagsmönnum vel. Er hún sérhönnuð bók fyrir þjálfara sem smellpassar í þjálfaraúlpuna góðu. Er það Kristófer Sigurgeirsson knattspyrnuþjálfari sem á veg og vanda að hönnun bókarinnar.

Þetta er 100 síðna bók með 48 opnum fyrir leiki með skráningu þjálfara fyrir alla leiki. Á opnu vinstra megin geta þjálfarar sett upp liðin sem eru að spila, en á hægri síðu er pláss til að skrifa niður ýmsar vangaveltur um styrkleika, veikleika, uppspil, varnarleik, lykilmenn o.fl.

Hver opna fyrir sig er númeruð og á síðustu opnu geta þjálfarar sett inn sína skráningu á liðunum til að auðveldara sé að finna liðin sem hafa verið leikgreind.

Prentun og frágangur: A6 stærð (10,5 x 14,8 cm)

Forsíða og baksíða á 350 gr pappír og laminerað öðru megin

Innsíður á 130 gr pappír og er bókin gormuð með stálgormi.

 


Samstarfsaðilar