Fréttir


Aðalfundur KÞÍ 4.júní

19-05-2020

Ágætu félagsmenn og aðrir hlutaðeigandi!

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ), sem frestað var vegna COVID-19, verður haldinn í fimmtudaginn 4. júní nk., kl. 18. Fundarstaður er fundarsalur í höfuðstöðvum KSÍ, 3. hæð.

 

Dagskrá fundar samkvæmt 10. gr. laga KÞÍ verður eftirfarandi:
• Fundarsetning.
• Kosning fundarstjóra og fundarritara.
• Skýrsla stjórnar.
• Reikningar félagsins.
• Lagabreytingar.
• Kosning stjórnarmanna samkvæmt ákvæði 1. mgr. 7. gr. laga KÞÍ.
• Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
• Ákvörðun um árgjald samkvæmt 6. gr. laga KÞÍ.
• Önnur mál.

Athygli er vakin á því að tilnefningar til stjórnarkjörs KÞÍ þurfa að hafa borist stjórn KÞÍ á netfangið kthi@kthi.is síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund félagsins samkvæmt 2. mgr. 7. gr. laga KÞÍ. Að þessu sinni eru þrjú sæti stjórnarmanna laus, þ.e. tveggja meðstjórnanda og eins varamanns. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um.

Þá er athyglin vakin á því að tillögur um lagabreytingar á lögum KÞÍ skulu hafa borist stjórn félagsins skriflega sjö dögum fyrir aðalfund samkvæmt 11. gr. laganna. Breytingar þurfa samþykki ¾ fundarmanna.

Að fundi loknum verða veittar viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þjálfun. Þá er fyrirhugað að bjóða upp á stuttan fyrirlestur um fræðslutengt efni að fundi loknum. Verður það auglýst þegar nær dregur.

Léttar veitingar verða á boðstólum.

Stjórn KÞÍ hvetur félagsmenn sína til að mæta. Einnig er áformað að streyma fundinum en nánara fyrirkomulag þess verður kynnt þegar nær dregur.

Reykjavík, 17. maí 2020,
Stjórn KÞÍ.


Samstarfsaðilar