Fréttir


Þjálfararáðningar

31-05-2020
Til þeirra sem málið varðar.
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) skorar á yfirþjálfara og þau sem koma að ráðningum þjálfara knattspyrnudeilda landsins til þess að huga tímanlega að ráðningum þjálfara fyrir næsta tímabil.
KÞÍ skorar einnig á KSÍ að huga tímanlega að ráðningum landsliðsþjálfara, ekki miða við áramót við ráðningar eins og oft hefur verið því það hefur veruleg áhrif á aðlildarfélögin í þjálfararáðningum og það hefur sýnt sig í gegnum árin að það hefur keðjuverkandi áhrif á þjálfaramál aðildarfélaganna.
Sum félög huga alltaf nægilega tímanlega að þessu en við höfum orðið vör við það að sum félög eru alltaf á síðustu stunda að ganga frá ráðningum þjálfara.
Hinn 1.júní verður á morgun mánudag. Við teljum að júnímánuður sé mjög góður mánuður til þess að huga að þessum málum því í júlí eru oft þau sem ganga frá ráðningasamningum í fríi, þá er kominn ágúst og stutt í að næsta tímabili byrji.
 
Yfirþjálfarar ættu á þessum tímapunkti að hafa góða yfirsýn yfir þá þjálfara sem þeir vilja halda áfram og í hvaða flokka þarf að ráða.
Ef gagnkvæmt samkomulag er á milli þjálfara og stjórna knattspyrnudeilda á þessum tímapunkti þá sjáum við ekkert því til fyrirstöðu að ganga einnig frá ráðningum þjálfara meistarflokka líka á þessum tímapunkti.
 
Það er mjög algengt erlendis, á Norðurlöndunum og víða að búið er að tilkynna með margra mánaða fyrirvara hver verður þjálfari viðkomandi flokks á næsta tímabili. Einnig er það starfsöryggi sem er mikilvægt atriði í þessu sambandi, Margir þjálfarar eru í öðru starfi með þjálfun en sífellt fleiri eru í fullu starfi við þjálfun og er það algjörlega ólíðandi starfsumhverfi að þurfa að búa við það að fá ekki að vita með lífsafkomu sína fyrir en kannski 15 dögum áður en samningur viðkomandi þjálfara á að renna út.
 
Einnig hvetjum við félög til þess að gera góða samninga við þjálfara, hafa þá skriflega, launþegasamninga.
Við hvetjum einnig félög til þess að láta erlenda þjálfara sem skilja ekki íslensku til þess að skrifa undir samninga á því máli sem þeir skilja (oftast enska).
 
Kveðja,
Stjórn Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ)

Samstarfsaðilar